Skartgripaumhirða og góð ráð

Að sjá vel um skartgripi getur lengt líftíma þeirra margfalt. Við mælum með að taka skartið þitt af þér áður en þú þværð þér um hendur, sturtar þig, ferð að sofa, setur á þig krem, hugsar um garðinn, og vinnur mikla handavinnu til að vernda og viðhalda skartinu þínu eins vel og hægt er. Forðist að fara með skart með eðalsteinum í heita potta eða náttúrulaugar. Steinar eins og ópal, túrkís og perlur eru sérstaklega viðkvæmir.

Samsetning af mildri sápu, volgu vatni og mjúkum tannbursta getur verið gott til að þrífa skartið þitt. Leyfðu skartinu að liggja í bleyti í leginum í nokkrar mínútur (ekki leggja túrkís í bleyti) og skrúbbaðu svo varlega í kringum steina, sæti, festingar osfv. með tannburstanum. Skolaðu löginn af með köldu vatni og þurrkaðu með mjúkum klút. Fægiklúta og fægivökva má einnig nota en passið að fara eftir leiðbeiningum þar sem sumir kemískir fægivökvar geta skemmt suma steina, svo sem túrkís, ópal og perlur. Ef silfur hefur verið oxað (svert) sem hluti af hönnuninni, verið viss um að nota ekki fægivökva, heldur sápuvatn og tannbursta til að hreinsa uppsöfnuð óhreinindi, krem osfrv.

.925 Silfur

Silfur heldur birtunni sem einkennir silfrið þegar það er notað reglulega. Með tímanum missir silfrið gljáann ef það situr ónotað í lengri tíma. Hversu hratt silfur missir gljáann fer eftir því hvar þú býrð - sjórinn, raki osfrv. Besta leiðin til að varna því að silfur missi gljáann þegar það er ekki í notkun er að hafa það í loftþéttum plastpoka. Þar sem við búum, á Íslandi, getur verið mikið af brennistein í heita vatninu svo við mælum sterklega með því að fjarlægja skartið fyrir sturtu, sund eða jarðböð. Mjúkir fægiklútar eða einfaldur silfur fægir geta verið notaðir til að fjarlægja mislit eða það sem fallið hefur á silfrið.

14k Gullfylling

Gullfylling er gerð úr 14k gulli sem er hitabundið brasskjarna, sem af hlýst endingargóð, gæða gullvara. Gullfyllling lagalega krefst 1/20 eða 5% af hreinu gulli. Það flagnar ekki eins og gullhúðun. Áferðin og lokaútkoman með gullfyllingu hefur sömu eiginleika og gull í gegn af því að það er gull. Hugsið eins um gullfyllingu eins og gull og fægið varlega með mjúkum klút.