Terms & Conditions
Viðskiptaskilmálar
1. Almennar upplýsingar
Mjöll ehf. selur skartgripi og lífstílstendgar vörur undir vörumerkinu mjöll. mjöll rekur tvær verslanir að Ármúla 42 og Laugavegi 20 sem og vefverslunina mjöll.is. Skilmálar þessir gilda um alla kaup- og sölusamninga milli mjöll og kaupenda.
2. Lög og reglur
Skilmálarnir eru settir fram í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög nr. 16/2016 um neytendasamninga. Frekari réttarúrræði má finna í lögunum.
Lög nr. 48/2003 um neytendakaup
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html
Lög nr. 16/2016 um neytendasamninga
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html
3. Upplýsingar um afhendingu á vörum
- Í verslunum mjöll er vara afhent um leið og greiðsla er staðfest.
- Í vefverslun er pöntunin uppfyllt samdægurs og hún er staðfest með greiðslu. Henni er svo komið til sendingaraðila sama dag óski kaupandi eftir sendingu.
- Ef vara er sérpöntuð þarf að reikna með lengri afhendingartíma og er kaupandi upplýstur um hann í hverju tilfelli fyrir sig.
- Ef vara reynist gölluð, á neytandi rétt á úrbótum hennar, ýmist í formi viðgerðar, vöruskiptum eða endurgreiðslu.
4. Skilaréttur
- Kaupandi hefur kost á að skila vöru innan 14 daga frá kaupum.
- Þá gefst honum möguleiki að skipta út fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt.
- Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi en mjöll gerir ekki kröfu um að varan sé ónotuð.
- Ef um vefsölu er að ræða ber kaupandi kostnað við að skila vöru, nema um galla sé að ræða.
- Endurgreiðsla er gerð innan 14 daga frá því að vara berst til baka.
5. Gallar og lögbundin úrræði kaupenda
Ef vara reynist gölluð og gallinn ekki sök kaupenda hefur hann val um að:
- Halda eftir greiðslu kaupverðs
- Velja milli úrbóta eða nýrrar afhendingar
- Krefjast afsláttar
- Krafist riftunar og fallið frá samning
- Krafist skaðabóta
Ef varan reynist gölluð ber kaupenda að upplýsa mjöll um gallann og hefur hann allt að tveggja ára frest til þess.
6. Réttur kaupenda til að falla frá samningi
- Kaupandi hefur til ráða lögbundin úrræði til að falla frá samningi vegna galla á vöru eða þjónustu unna af mjöll.
- Kaupandi hefur 14 daga rétt til að falla frá samningi skv. lögum nr. 16/2016 um neytendasamninga.
- Kaupandi er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem er nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
- Kaupandi skal tilkynna mjöll um ákvörðun sína um að falla frá samningi áður en fresturinn til að falla frá honum rennur út. Kaupandi telst hafa tilkynnt seljanda um ákvörðun sína ef tilkynning er send áður en fresturinn rennur út.
- Kaupandi getur tilkynnt mjöll um ákvörðun sína munnlega, skriflega í tölvupósti eða fyllt út staðlað eyðublað sem finna má hér fyrir neðan.
- mjöll endurgreiðir kaupanda innan við 14 daga eftir þann dag þegar mjöll er tilkynnt um ákvörðun kaupanda um að falla frá samningnum.
- Ef um vefsölu er að ræða og kaupandi hefur fengið vöruna í hendurnar skal kaupandi bera kostnað af endursendingu vörunnar til mjöll.
Kaupenda býðst einnig að fylla út staðlað eyðublað með yfirlýsingu um að falla frá samningi:
Staðlað eyðublað með yfirlýsingu um að fallið sé frá samningi.
(fylltu út og sendu seljanda þessa yfirlýsingu ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)
Til mjöll, Ármúla 42, s. 537-3400, mjoll@mjoll.is.
Ég tilkynni hér með að óska eftir að falla frá samningi okkar um sölu á eftirfarandi vöru:
Sem voru pantaðar hinn:
Nafn kaupanda:
Heimilisfang:
Undirritun kaupanda:
Dagsetning:
7. Persónuvernd
- Mjöll ehf. fer með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og þær einungis nýttar til að ganga frá viðskiptum.
- Engar persónuupplýsingar eru látnar í té þriðja aðila.
8. Kvartanir og lausnir ágreiningsmála
- Ef kaupandi hefur kvörtun á hendur mjöll, skal hún send skriflega á netfang félagsins, mjoll@mjoll.is.
- mjöll reynir eftir fremsta megni að leysa öll viðskiptamál á skjótan og einfaldan hátt.
- Sé ekki hægt að komast að niðurstöðu er kaupendum bent á kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.
- Hægt er að senda kvörtun til nefndarinnar með rafrænum hætti hér: https://www.kvth.is/#/
- Einnig er hægt að hringja í kærunefnd í síma 5101125 á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10 - 12.
- Kærunefndin er staðsett í Borgartúni 29, 105 Reykjavík.
9. Breytingar og uppfærslur
- mjöll getur breytt þessum skilmálum gerist þess þörf. Breytingar taka gildi við birtingu þeirra á vefsvæði mjöll.