Þetta einstaka hálsmen er samstarfsverkefni mjöll & Lilju Eivor. Myndin á hálsmenunum er málverk eftir son Lilju, Gunnar Unnstein, en hann lést í maí 2023 eftir skyndileg veikindi aðeins fjögurra ára gamall.
Allur ágóði þessa hálsmens rennur til Minningarsjóðs Gunnars Unnsteins.
Minningarsjóðurinn verður nýttur til útgáfu barnabókar sem móðir hans er að skrifa um sýn Gunnars á Vináttu. Í framhaldinu verður sjóðurinn nýttur í verkefni tengd sorg og missi.
Hægt er að bæta við emerald steini á hálsmenið, en það var mánaðarsteinninn hans Gunnars Unnsteins sem átti afmæli í maí.